13 January 2012

Föstudagurinn 13

Ég af einhverri ástæðu svaf til 11:30 í dag og þarf að vakna kl. 6:00 í fyrramálið!
Því hef ég gert það að markmiði mínu í dag keyra mig pínu út!
 
Yoga dýnan frá tengdarforeldrunum kemur sér vel af notum þegar ég ákveð að stunda Yoga heima!
Sem ég nú gerði í dag! 

Því næst fór ég í ruglið og mætti í spinning!
Ég verð án gríns að vera duglegri að mæta ef ég ætla að stunda þetta, því þetta er brjálað erfitt ef maður mætir bara 1x í viku!!


Ég er búin að ætla að baka brauð sem ég sá á heimasíðunni www.evalaufeykjaran.com,
Sú skvísa er alltaf að gera eitthvað skemmtilegt í eldhúsinu og maður fær að fylgjast með henni :)
Voða skemmtilegt!
En ég ákvað allavega í gær að skella í brauðið, sem ég hefði mátt taka aaðeins fyrr útúr ofninum en var samt virkilega gott!


Hér er svo kraginn sem ég lofaði að sýna ykkur, einum degi of seint. Afsakið það.
En þessi kragi er algjör skvísukragi. Hann er virkilega flottur til að poppa uppá basic svarta lúkkið sem maður á svo oft til að velja sér á veturna.
Ég gerði hann í þessum lit vegna þess að ég held mikið uppá svona jarðbundna liti.


Ég ætla mér ekki að horfa hryllingsmynd í kvöld, þar sem ég er ein heima!
En hvet alla aðra til þess að skella sér á eina svoleiðis.

-llagustsdottir

No comments:

Post a Comment