30 January 2012

verkefni + upptekni + ráðaleysi = Þægilegt

Í dag fór ég í stóran leiðangur í leit að fötum í nýju vinnuna mína!
Ég rakst á eitt stykki pils sem ég hugsa mér að stitta svo það sé fallegt.

(Hér má sjá kaupin sem ég gerði í dag, eitt pilsið þarf að stitta og einn kjólinn þarf að breyta úr XL í small. Það verður áhugavert!)

(Ég byrjaði verkefni virkilega ánægð með sjálfan mig og dótið sem ég keypti í efnabúðinni um daginn)

(Síðan varð þetta eitthvað svo flókið að ég ákvað að bíða með þetta þar til á morgun)

Nína Amma, Elsa Amma, Systa, Mamma !!!! Nú vantar mig aðstoð.

Þó voru tvær konur í rauðakrossinum sem voru svo elskulegar að bjóða mér í heimsókn ef mig vantaði aðstoð og einnig buðu þær mér saumavél að láni. 
Ég elska þessar verslanir, þar er fólkið svo voða opið og þægilegt.

Ég mun taka myndir af fötunum, fyrir og eftir ykkur til afþreygingar!
-llagustsdottir

No comments:

Post a Comment